Lágkolvetna mataræði og tilfinningar – námskeið /samfylgd

Sæl verið þið, – ein af mínum mest lesnu greinum er um Ketó mataræði og hvað má borða. Ég fór sjálf á Ketó mataræði 2018 – 2019 og náði góðri heilsu og léttist umtalsvert (um 18 kg og losnaði við lyf) . –
Ég er þannig „týpa“ að ég nenni ekki að vera með einhverja ketó -mæla o.s.frv. – bara nota skynsemina – og kærleikann (útskýri það betur með hópnum).

Ég hef ákveðið að byrja aftur á þessu mataræði og þar sem ég hef gengið „´Lágkolvetnaveginn“ áður – ætla ég að bjóða fleirum að slást í hópinn. Þú borgar mánaðargjald kr. 10.000.-. sem greiðist við skráningu og þar verða 5 fundir í boði (mætir á eins marga og þú kemst)- þar sem við hjálpumst að – ræðum um tilfinningaþáttinn við að gera breytingu á lífi okkar og að sjálfsögðu verður leiðsögn. Stefnan er að þetta verði alltaf á miðvikudögum, en þarf að gera smá hliðrun í október. Einnig verður grúppa á Facebook. Ketóvegurinn haust 2022 þar sem ég mun bæta fólki inn í eftir að það hefur greitt.
Skráning er á johanna.magnusdottir@gmail.com og þá sendi ég greiðsluleiðbeiningar og hlekk á hópinn.

Lágmarksþáttaka er 8 manns og hámark 14 manns í einu á hverjum fundi – þetta verður haldið á Fiskislóð 24, 2. hæð – Heilunarloftinu – og leiðbeinandi og „peppari“ er ykkar einlæg; Jóhanna Magnúsdóttir.

MARKMIÐ : Betri heilsa – andleg og líkamleg og ekki síst meiri SJÁLFSÁST og UMHYGGJA

miðvikudag 5. október kl. 17:30 – 19:00 FYRSTI FUNDUR

laugardag 8. október kl. 10:30 – 12:00

fimmtudag 13. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 19. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 26. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 2. nóv 17:30 – 19:00

miðvikudag 9. nóvember kl. 17:30-19:00

og síðan á miðvikudögum fram að áramótum kl. 17:30 – 19:00

p.s.
Tek fram að ég er ekki næringafræðingur – svo það kemur hver og ein/n í hópinn með ábyrgð á eigin heilsu. Set hér inn fyrir og eftir mynd – önnur er tekin 2017 og hin 2019

Hvers vegna líður svona mörgum eins og þau séu ein í þessum heimi ….

Bréne Brown – félagsráðgjafi og sögukona (storyteller) m.meiru, segir að við séum „wired for love and belonging“ – eða víruð fyrir elsku (að vera elskuð og elska) og að tilheyra. – Ef við upplifum að við tilheyrum ekki, eða upplifum ekki að við séum elskuð – eða höfum tækifæri til að elska, líður okkur illa og verðum jafnvel þunglynd. –

Margir telja einmanaleika einn versta faraldur vestrænnar menningar.

En hvernig lýsir þessi einmanaleiki sér? –

Hann getur verið þannig að við hreinlega búum ein og umgöngumst ekki annað fólk – og séum jafnvel félagsfælin.

En birtingarmynd einmanaleika getur lika verið sú að okkur finnst að við séum öðruvísi en annað fólk og engin/n geti mögulega skilið okkur eða sett sig í okkar spor. –

Margir upplifir ákveðna „alien“ tilfinningu. Fólki finnst eins og það tilheyri ekki hér á jörðinni. Passi ekki í „kerfið“ – langi ekki að taka þátt í kerfinu eða samfélaginu eins og það er byggt upp. –

Það er svo margt sem er í raun óþarfi. Eins og t.d. að sumt fólk eigi svo stór hús að þau bara „hringli“ inni í þeim á meðan aðrir eru heimilislausir – ekki satt?
Sá sem er heimilislaus getur verið einmana – en það er ekki samasemmerki á milli þess og einmanaleikans. Hann getur átt góða vini í sömu stöðu – sem hann hittir og ræðir við, á meðan sá sem er einn í stóra húsinu er tengslalaus. Það var þetta með mikilvægi þess að tilheyra og tengjast öðru fólki.

Í flestum námskeiðum þar sem ég er með hópavinnu, t.d. eins og námskeið fyrir fólk eftir skilnað – þar sem fólk upplifir einmitt oft einmanaleika, þá kemur að því að einhver í námskeiðinu segir: „Ég er svo fegin/n að ég er ekki ein/n“ – Þá er það þessi tilfinningalegi léttleiki að finna fólk sem skilur hvað þú ert að upplifa og ganga í gegnum. Við leitum að okkar „klani“ – sem skilur okkur. –

Einu sinni kom til mín ung kona sem upplifði sig sem „alien“ eða geimveru í þessum heimi. Þetta hafði ég heyrt annað fólk tala um líka, – og kannski þyrfti allt þetta fólk sem líður eins og það sé geimverur á jörðinni eða tilheyri ekki að finna þau sem þau tilheyra?….

Ég er hugsi yfir hvert stefnir. – Þegar ég var að alast upp voru mun meiri fjölskyldutengsl. Við heimsóttum móðurömmu á laugardögum og föðurömmu-og afa á sunnudögum. Jafnvel þegar ég var flutt að heima og byrjuð að búa – fórum við í sunnudagslæri til foreldra okkar nær hvern sunnudag. – Er ekki orðið minna um þetta? – Er fjölskyldan að sundrast – hver á bak við sinn skjá? Er það ný tegund tengingar að tilheyra hópi á netinu? Dugar það. Hvað með orkuna – nærveruna?

Hvað með þig – upplifir þú þig einhvern tímann einmana? Jafnvel þó þú sért í parasambandi/hjónabandi – eigir vinkonur eða hvað sem það er. Ef við skiljum ekki hvert annað þá eigum við það til að upplifa einmanaleika.

Ég ætla að bjóða upp á áframhaldandi spjall um þetta – „geimverur“ velkomnar 🙂 og hvort sem við upplifum okkur einmana eða ekki, að leyfa okkur að skilja nútímann – og eiga stund saman í skilningi og nærveru.

Ef þú hefur þörf fyrir að ræða þín mál, hvort sem þú ert að pæla í sjálfum þér/sjálfri þér eða öðrum – býð ég upp á viðtalsþjónustu – á Fiskislóð 24, 2. hæð Jóhanna Magnúsdóttir
Heilun og ráðgjöf (Sjá nánar á Facebook)
s. 8956119 eða sendu tölvupóst á johanna.magnusdottir@gmail.com
Tek alltaf vel á móti þér

(Viðtalið kostar kr. 9000.- og fyrsta viðtal er ca. 90 mín en síðan 60 mín).

Æðruleysið í storminum – hugleiðslunámskeið

Hugleiðslunámskeið út frá hugtökum Æðruleysisbænarinnar.

Hægt er að velja um tvær dagsetningar:
Þriðjudag 4. október EÐA fimmtudag 13. október
(Vinsamlega látið vita hvorn daginn þið veljið þegar þið bókið)
bókun hjá johanna.magnusdottir@gmail.com

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Námskeiðið er haldið á Heilunarloftinu Fiskislóð 24, 2. hæð kl. 20:00 – 22:00
Verð kr. 3000.-

Hvernig geturm við nýtt okkur Æðruleysisbænina í daglegu lífi – Hvað er æðruleysi og hvað þýðir það að óska þess? Hvernig hjálpar æðruleysið okkur út úr þráhyggju eða

Æðruleysi – Sátt – Kjarkur – Viska



„Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
Kjark til að breyta því sem ég get breytt,
Og vit til að greina þar á milli.

Bókun: johanna.magnusdottir@gmail.com

Er líf eftir dauðann? – fyrirlestur

Sæl verið þið, það sækir á mig að tala um sorgina, áföllin, lífið og dauðann. Þegar ég spyr: „Er líf eftir dauðann?“ – þá er spurningin bæði um þau sem hafa dáið – og hvers konar líf það er, og okkur sem eftir lifum. Þau sem hafa misst nákomna ættingja vita að lífið er aldrei eins og það var fyrir þennan missi. –

Fyrsta reynsla mín af því að missa var þegar faðir minn lést í slysi á Spánarströnd þegar ég var aðeins sjö ára gömul. – Ég hef horft á eftir nánum vinum og ættingjum í dauðann, – og stærsta áfallið mitt var að missa dóttur mína 31 árs, eftir stutt en grimm veikindi – en hún lést frá tveimur ungum börnum. –

Sorgin hefur ítrekað bankað á dyrnar – og svo þarf að lifa með þessu öllu! – Hvernig förum við að því? Hvernig er lífið eftir dauðann? – Ég veit það eru margir sem óska eftir að fólk hafi minnsta skilning á líðan þess. Þessum óbærileika við sorgina.

Fyrirlesturinn verður tvíþættur. Annars vegar að skilja hversu þungbær sorgin getur verið – og mikilvægi þess að viðurkenna og virða sorgina – og að fara í gegnum þær tilfinningar sem fylgja henni. Hún getur verið það þungbær að okkur langar, á einhverju tímabili, mest til að fylgja á eftir hinum látnu. Treystum okkur bara ekki í allan tilfinningapakkann og tilveran verður óbærilega þung og stundum óraunveruleg.

Seinni hlutinn er „uppbygging“ – og við fáum hjálparráð í sorginni. Ég mun einnig deila með þátttakendum mínum upplifunum af „lífi eftir dauðann“ – og hvernig ég hef skynjað samskipti við þau sem eru farin. – Það er næmni sem hefur ágerst með árunum – og kemur fram bæði í draumum og í daglegu lífi.

Ég hef starfað sem prestur, kennari og sálusorgari – þetta er þó „inklúsív“ fyrirlestur og tengist ekki einum trúarbrögðum – og einu forsendurnar fyrir mætingu er að vera manneskja sem langar til að dýpka skilning sinn og vera með fólki sem hefur líka upplifað sorgina. Að finna að við erum ekki ein.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Fiskislóð 24, 101, Reykjavík – 2. hæð. Merkt „Akkurat“ og „Urð“ m.a. í glugganum við innganginn.

Dagsetning: Miðvikudag 21. september kl. 20:00 – 22:00
Gjaldið fyrir þátttöku er 4000.- krónur –
Greiðist fyrirfram á reikn. 0303-26-189 – kt. 2111617019
(Tekur frá sæti m/greiðslu) – Hægt að afbóka m/sólarhringsfyrirvara.

Kaffi, te og vatn í boði.

Sendu mér gjarna póst á johanna.magnusdottir@gmail.com til að bóka og ég svara um hæl ❤
Fyrirlesturinn er haldinn að Fiskislóð 24, 2. hæð. Verið hjartanlega velkomin.


Þegar þú ferð ofan í holu – við skilnað – þarftu hjálp?

Shania Twain lýsir því að missa manninn sinn við skilnað – að sorgin sem hún upplifði hafi verið á svipaðri stærðargráðu og þegar hún missti foreldra sína, en þau létust í bílslysi þegar hún var liðlega tvítug. –
Það var eins og dauði – að hennar sögn. Endalok svo margra þátta í lífi hennar. – Hún segist aldrei hafa komist yfir dauða foreldranna, og hafi þá hugsað „shit“ hvernig á ég að komast yfir þennan skilnað. – Hún hugsaði þá – að hún þyrfti að finna leið til að komast áfram, hvernig hún ætti að skríða upp úr þessari holu – sem hún var komin í.“

Þetta kemur fram í heimilidarmynd um Shania, sem er á NETFLIX.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað skilnaður getur verið erfiður og mikil sorg – og oft ætlast til að fólk bara „hristi hann af sér.“ – Eftir skilnað upphefst sorgarferli – og til að „skríða“ áfram – eins og Shania lýsir svo vel þar að fara í gegnum tilfinningarnar í ferlinu. Í GEGNUM er lykilorð – en ekki framhjá – undir eða yfir, en það gerum við þegar við forðumst tilfinningar. Það gerum við með vinnu, með vímuefnum, með því að hlaupa í nýtt samband. Það er vissulega einhver möguleiki að heila sig – um leið og maður er kominn í nýtt samband, en það þarf þá samvinnu nýja makans og ekki hætta í sjálfsvinnunni.

Ég hef boðið upp á námskeiðið Sátt eftir skiilnað – alveg frá því 2012 (með hléum) þar sem ég leitast við að mæta fólki og búa til vettvang – þar sem hægt er að tala upphátt um tilfinningar og fara í gegnum þær án þess að vera dæmd – eða sagt að „herða sig nú bara upp“ – Það sem þarf er skilningur – og alveg eins og allt fólk sem er í sorg þá þurfum við tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum. Breytingar eru sársaukafullar. Svo er hægt að fara að skoða – í framhaldi hvort eitthvað gott kemur út úr breytingunum, en það gerist ekki á svipstundu, eins og brella eða töfrar. Þarna þarf fólk að sýna sér mildi og þolinmæði.
Það getur verið hetjuskapur bara að koma sér á fætur – og í sturtu þegar mikið áfall hefur riðið yfir. Samt er oft ætlast til þess að fólk, eftir skilnað, mæti bara glaðbeitt í vinnu með „það er allt í lagi hjá mér“ grímuna – mjög snemma eftir að áfallið hefur dunið yfir.

Nánar má lesa um námskeiðið ef þú smellir hér.

Þú getur líka pantað tíma hjá mér í einkaráðgjöf – síma 8956119 eða sent póst á johanna.magnusdottir@gmail.com

Það sem er í raun og veru dónalegt er að segja við manneskju „Þú ert dónaleg/ur“ –

Hugsum okkur að lífið sé spegill og það sem við segjum við aðra komi til baka til okkar eins og bergmál. –

Ég hef nú starfað með fötluðum um tíu ár, – stundum er það fylgifiskur fötlunarinnar að eiga erfitt með samskipti – nú eða vera ofur heiðarleg. Sum „fötlun“ liggur í því að fólkið bara kann ekki að nota hvíta lygi eða fara „fjallabaksleið“ að efninu. – Nú eða ef það er spurt þá segir það sannleikann. –

Ef þú spyrð: „Hvernig finnst þér klippingin mín?“ – og viðkomandi segir: „Mér finnst hún ekki falleg.“ – Þá er hann bara að segja það sem honum finnst – en er ekki dónaleg/ur. Ég hef hins vegar orðið vitni að akkúrat þessum samskiptum. Einhver er spurður – svarar af heilu hjarta og sá sem spyr móðgast og kallar „þú ert dónalegur“ …

Í raun ættum við aldrei nokkurn tímann að segja við einhvern – „ÞÚ ERT DÓNALEG/UR“ – því að í því liggur dómur – og um leið og við segjum þetta erum við sjálf orðin „dónarnir“ – því hversu kurteist er það að segja svona við fólk – og hvers vegna leyfum við okkur það? –
Jú þarna er vankunnátta í samskiptum á báða bóga. –

Það er alltaf tækifæri til að læra. –

Þau sem vinna á leikskóla þekkja vel til þess sem kallað er „Ég og þú boð“ að nota Ég boð í stað þú. Í „Þú ert“ – liggur nefnilega dómur og jafnvel getur viðkomandi barn/fullorðinn upplifað það sem árást. Samskiptin verða aldrei góð í framhaldi af því. – Það eru líka „lokuð samskipti“ –

Hvernig er hægt að svara með „ég“ ef við upplifum að einhver er særandi – nú eða að okkar mati dónaleg/ur? – Hvernig tölum við út frá sjálfum okkur án þess að dæma að ráðast á?

T.d. með klippinguna? – „Mér finnst leiðinlegt að þér finnist klippingin mín ekki fín, því álit þitt skiptir mig máli.“ – eða bara „Takk fyrir að segja álit þitt, ég er bara þokkalega ánægð með hana sjálf“ ..

Ef einhver lætur eitthvað mjög ljótt og það sem við upplifum dónalegt út úr sér – þannig að við særumst eða móðgumst, þá er það kannski lenska að særa á móti, meiða eða móðga? – Það eru auðvitað ekki samskipti í kærleika eða virðingu. – svo það hjálpar ekki að fara á sama plan, heldur – einmitt bara að segja nákvæmlega hvernig OKKUR líður.

Ef ég er að keyra með einstakling sem öskrar í bílnum – jafnvel eitthvað óviðeigandi og ljótt. Þá öskra ég ekki til baka: „HÆTTU ÞESSUM ÖSKRUM OG DÓNASKAP“ – heldur: „Kæri vinur veistu það að mér verður svolítið illt í eyrunum og hjartanu þegar þú öskrar – ertu til í að stilla þig aðeins fyrir mig? – Þetta eru raunveruleg dæmi sem ég hef sjálf upplifað og viðbrögðin verða allt önnur en ef farið er að rífast t.d. við einhverfan einstakling. –


Virðing – Virðing og aftur Virðing og svo „dash“ af kærleika – gera öll samskipti betri. –



Fyrirlestrar /námskeið/ hugleiðslukvöld o.fl. í september 2022



Námskeiðið Sátt eftir skilnað:
„Sátt eftir skilnað“ Laugardaginn 10. september kl. 09:00 – 15:00 –  eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28.  september kl. 20:00-21:00 
Verð 24.900.- krónur – léttar veitingar innifaldar (þó ekki hádegisverður)
Nánari upplýsingar ef smellt er HÉR

——————————————


Meðvirkni og stjórnsemi – örnámskeið.

Þriðjudaginn 13. september kl. 20:00 – 22:30

Sjá nánari upplýsingar ef smellt er HÉR



——————————

Minni á að hægt er að panta hjá mér tíma í heilun /ráðgjöf = ráðgjafarheilun:

Hún fer þannig fram að ég tek á móti þér og við eigum stutt samtal – síðan leggstu á bekk og við eigum saman ca. 50 mín í þögn þar sem ég nota tækni sem heitir Access Bars og snerti þá aðallega höfuð þitt. – Þetta er þó ekki bara allt „tækni“ heldur líka næmni, þannig tengist ég þér betur og fæ sjálf ráð hvernig ég get best hjálpað þér.

Fyrsti tíminn er 90 mínútur – en síðan eru þetta ca. 60 mínútna tímar, er þú vilt koma aftur.

Verðið er enn á „opnunartilboði“ og er 9000.- krónur tíminn.

Allt ofangreint pantar þú hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 8956119
Einnig hægt að hafa samband við mig á facebook.


Ykkar einlæg; Jóhanna Magnúsdóttir ❤


Þegar þú getur ekki sagt nei – segir líkaminn nei :-/

Þegar við erum börn er okkur sagt að vera stillt og prúð – eða skilaboðin eru að það að vera „góð“ sé að það sé sem minnst fyrir okkur haft. Við lærum að hemja okkur og jafnvel bæla tilfinningar þegar við erum börn. Það geta verið bein skilaboð – eins og ef sagt er við okkur „ekki gráta“ þegar við þurfum að gráta, eða að við lesum það út úr fyrirmyndum okkar og samfélaginu. Við lærum þannig að vera samþykkt – með því að geðjast og þóknast – og vera stillt. Þannig fáum við viðurkenningu. –

Við lærum líka oft að við þurfum að gera eitthvað til að fá að heyra að við séum einhvers virði. – Við tengjum gjörðir við verðmæti okkar. –
Þess vegna, þegar við erum beðin um að GERA eitthvað, þorum við ekki að segja nei, jafnvel þótt við séum þreytt, illa upplögð eða bara alls ekki tilbúin, vegna þess að við tengjum það við að vera góð, vera verðmæt og vera viðurkennd.
Þetta þýðir alls ekki að við getum ekki sagt JÁ þegar við erum beðin um hjálp, en bara að við gerum það á réttum forsendum. – Ekki segja „já“ en finna að jáið þýðir bara að það er verið að stafla enn meira á þinn verkefnalista, sem er kannski yfirfullur. – Þannig verður það yfirþyrmandi og í framhaldinu gæti okkur akkúrat farið að verkja í líkamann, því hann finnur að við ráðum ekki við meira. –

Það er gott að líta í eigin barm. –

Hefur líkaminn einhvern tímann stoppað þig? –
Hvað eigum við að gera þegar líkaminn stoppar okkur? – Eigum við ekki að hlusta? – Eða eigum við að þagga niðrí honum, alveg eins og það er stundum þaggað niðrí börnum sem eru að kvarta? „Mamma mér er illt“ – „svona, svona, þetta eru bara smámunir“ – Einhvern tímann verðum við að hlusta, en stundum er það of seint, – þ.e.a.s. við erum orðin of veik. –

Ef við erum í starfi sem okkur líður ekki vel – ef við erum í hjónbandi þar sem okkur líður ekki vel, gerast sömu hlutir. Líkaminn segir: „hingað og ekki lengra“ – þú ert ekki að hlusta á hjartað þitt, þú ert að fórna hluta af þér til að geðjast umhverfi /maka/ almenningsáliti? –

Við lærðum þessa hegðun sem börn – hún var prógrammeruð inn í okkur, – en fyrsta skrefið er að verða meðvituð um hegðunina. Erum við sjálfum okkur sönn? Erum við að lifa okkar lífi eða annarra? –

Ef þú vilt hjálp við að finna út úr þessu – þá er ég með langa reynslu af því að aðstoða fólk til að vita það sem það veit 🙂 …. hjálpa þér að finna þinn eigin sannleika.

Ég hlusta á þig – ég nota líka heilun til að hjálpa þér að hreinsa út gamla prógrammið sem segir þér að verðmætið liggi bara í því sem þú ert að gera.

Ef þú vilt fá hjálp – eða bara fræðast meira um sjálfa/n þig og sýna þér sjálfsumhyggju, getur þú pantað tíma á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com

Ég er með síðu á Facebook þar sem ég auglýsi alls konar námskeið og fyrirlestra sem heitir: Jóhanna Magnúsdóttir Hvatning og ráðgjöf. Endilega kíktu við 😉


p.s.
Ég er guðfræðingur og kennari og hef starfað sem prestur. – Hef margra ára reynslu í að aðstoða fólk varðandi meðvirkni og sjálfstyrkingu. Er með sex ára háskólanám, en það má segja að minn æðsti og besti skóli hafi verið áralöng vinna með fötluðum. Hef verið aðstoðarkona einhverfra í skóla, verið leiðbeinandi á námskeiðum fyrir fatlaða og fyrir starfsfólk sem er að vinna með fötluðum. Margt af þessu fólki með fötlun hafa verið „meistaranir“ mínir hvað mannleg samskipti varðar.

„Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … námskeið um stjórnsemi og meðvirkni.

Það er staðreynd að við ráðum ekki öllu í þessu lífi – og ekki nokkur möguleiki á því að við getum stjórnað öllu. Við getum t.d. ekki stjórnað veðrinu og við getum ekki stjórnað öðru fólki, – eða: réttara sagt, við eigum ekki að stjórna öðru fólki, þó við vissulega reynum það oft – og fólk lætur stundum „að stjórn“ í einhvern tíma, en það endar oftast með ósköpum. –

Ástæðan fyrir því að við grípum til stjórnsemi er einmitt sú að við verðum öfgakennd í að stjórna því sem við teljum okkur GETA stjórnað. Segjum að við séum farþegar í bíl, – við erum sífellt að segja ökumanninum til, „keyrðu hægar“ – „ég myndi nú beygja hérna“ – „Ef ég hefði verið að leggja þá myndi ég leggja hér“ .. o.s.frv. – Ef við erum í flugvél hins vegar, sitjum við aftur í (nema við séum flugmenn) – og höfum bara ekkert um fluglagið að segja. Þá upplifum við vanmátt og stundum ótta og e.t.v. ákveðið valdaleysi.

Þegar að fólkið okkar veikist alvarlega, þá langar okkur ekkert meira en að vera því innan handar og hreinlega lækna það, en þá – alveg eins og í flugvélinni, þurfum við að treysta þeim sem ráðnir eru til að stýra, – þá eru það væntanlega læknar og hjúkrunarfólk. – Ef við förum að segja lækninum til – þá erum við dottinn í stjórnsemi.

Annað dæmi um stjórnsemi: Þú mætir manni á götu, hann biður þig um peninga. Þú vilt helst RÁÐA hvernig hann notar peningana, og ætlar því að hafa vit fyrir manninum. Í þessu tilfelli er það ekki okkar að „bjarga“ manninum eða taka ábyrgð á honum (væntanlega fullorðnum) – eða ráða hvort hann kaupir sér samloku eða fíkniefni. Það eina sem þú ræður er hvort þú ákveður að treysta þessum manni og gefa honum SKILYRÐISLAUST peninga.

Stjórnsemi foreldra getur valdið kvíða hjá börnum. Stjórnsemi getur verið lúmsk. Við tölum um tilfinningastjórnun eða „emotional manipulation.“ „Móðir þín heitin vildi alltaf að þú færir í lögfræði.“ „Ég er búin að segja öllum vinkonum mínum að þú ætlaðir í háskólann“ .. Þetta tengist oft að sjálfsmynd foreldra byggist á hvernig börnin þeirra standa sig. Veik sjálfsmynd – sem byggist á gjörðum eða eigum, eða á nánum fjölskyldumeðlimum – en ekki á innri styrk, er akkúrat oft rótin að stjórnsemi og meðvirkni!

Veistu hvort þú ert stjórnsöm/stjórnsamur? Ertu holl/ur barninu þínu? Maka þínum? Eru aðrir í kringum þig stjórnsamir?

Það eru fleiri birtingarmyndir stjórnsemi – og t.d. það að vera ómissandi – eða álíta sig vera það – er ein birtingrmyndin. Þegar ég sjálf greindist með krabbamein 2008 og þurfti að fara í aðgerð þá sagði ég við lækninn minn; „Ég get nú ekki tekið mikið frí frá vinnu“ – en þá svaraði hann einmitt: „Veistu það Jóhanna mín, að í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … Þetta var eins og kjaftshögg – en ég lærði af þessu. Eftir að ég fór að greina stjórnsemi og meðvirkni, gerði ég mér grein fyrir því hvers vegna ég var „ómissandi“ – ég hafð hreinlega unnið að því að gera sjálfa mig ómissandi í vinnunni, því ég hafði þörf fyrir viðurkenningu og að skipta máli. Stjórnsemin kom líka fram í því að meðan ég taldi mig ómissandi þá var ég um leið að lýsa yfir vantrausti á annað fólk. Rótin að stjórnseminni er í raun lágt sjálfsmat og þörf fyrir að vera við stjórn – því það er kannski eitthvað sem við höfðum einhvern tímann upplifað sem við höfðum EKKI stjórn á. Í mínu tilfelli gæti það verið það að missa föður minn sjö ára gömul, – og þar ofan á minni áföll þar sem ég fékk engu ráðið sem barn.

Meðvirkni – og þá stjórnsemi verður einmitt til sem eðlileg hegðun barns við óeðlilega hluti. Það er óeðlilegt að missa föður ung og fá enga áfallahjálp eða umtal Það er ekki síst úrvinnslan, eða úrvinnsluleysið sem veldur þessum viðbrögðum að fara út í stjórnsemina. Ef við „greinum“ okkur meðvirk og/eða stjórnsöm þá verðum við að mæta okkur með mildi, því það á sér skýringar sem við hreinlega höfðum ekki getu eða kunnáttu til að bregðast við á nokkurn annan hátt en að fara í þessa hegðun. Það er þó hægt að vinna með þetta á fullorðinsárum, eins og ég sagði í upphafi; með því að mæta sér með mildi, skoða sögu sína og kannski taka fyrsta skrefið: að viðurkenna vandann!

Með stjórnsemi tökum við oft ábyrgð af einhverjum sem eiga að hafa sjálfar/sjálfir ábyrgð. Tökum gleði frá fólki, tökum þroska frá fólki, – og við vantreystum fólki. – Það er því bara alls ekki góður eiginleiki að vera stjórnsöm! ..

Meira um þetta og úrvinnslu – í litlu námskeiði sem ég ætla að bjóða upp á 13. september frá 20:00 – 23:00
Staðsetning: Fiskislóð 24, 101 Reykjavík
Hámark 12 manns á námskeiðinu
Verð 6.000.- krónur
Léttar veitingar innifaldar – og ég tek á móti þér með mildi
Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com

*******GLEÐIKVÖLD******

Þar sem gleðin er eina víman! –

Drög að dagskrá:

Mæting og gestir fá gleðisnafs 🙂

Við setjumst í hring og kynnum okkur lítilsháttar.

Farið í gleðihugleiðslu í ca. 10 mínútur (kannski á Spánarstrendur)

Við gerum gleðiorkuæfingar Donnu Eden.

Tölum svolítið um það sem gerir okkur glaðar – það sem þú veitir athygli vex og dafnar.

Penna-æfingar.

Sköpunargleðiverkefni.

Gestir fá allir að draga englaspil og fá gleðiráð í kringum það.

Gerum að lokum „tapping“ frá kvíða yfir í tilhlökkun – og förum heim með tilhlökkun í maga og bros á andliti.

Litagleði ríkjandi – svo fólk þarf að koma í litríkum fatnaði, rósóttum, skræpóttum – eða eins og hugmyndaflugið leiðir það.

Get líka boðið upp á svona kvöldstund fyrir hópa 🙂

Tveggja tíma prógram – frá 20:00 – 22:00

Verð 5000.- krónur
(léttar veitingar innifaldar – ath! allar veitingar óáfengar – þar sem gleðin er vímuefnið).

Hláturinn lengir lífið og hækkar tíðnina okkar – og þegar við hækkum tíðnina förum við að laða það góða að okkur ❤

Mátulegur fjöldi er 8-12 manns 🙂

= Gaman saman!

Staðsetning Fiskislóð 24, 2. hæð

Gleðikvöld verður haldið fimmtudag 4. ágúst nk.

Bókanir: johanna.magnusdottir@gmail.com

Gleðistýra: Jóhanna Magnúsdóttir